Um Alda Music

Alda Music er er íslensk tónlistarútgáfa stofnuð af tónlistarmönnum, rekin af tónlistarmönnum og í eigu tónlistarmanna.

Alda Music var stofnuð haustið 2016 af Sölva Blöndal og Ólafi Arnalds. Hugmyndin var einföld – Að gefa út flotta músík.
Hjá Öldu má finna flestar perlur íslenskrar dægurlagasögu síðustu 100 árin en einnig nokkra af framsæknustu og vinsælustu tónlistarmönnum okkar tíma.

Alda Music starfrækir daglega gróskumikla og fjölbreytta útgáfustarfsemi þar sem markmiðið er að búa til eitt stórt tónlistarpartí. Á skrifstofu Öldu Music á Eyjarslóð stendur partíið yfir og þar er allt tónlistarfólk velkomið. Við tökum vel á móti ykkur.