Um Alda Music

Alda Music er er íslensk tónlistarútgáfa stofnuð af tónlistarmönnum, rekin af tónlistarmönnum og í eigu tónlistarmanna.
Alda Music var stofnuð haustið 2016 af Sölva Blöndal og Ólafi Arnalds. Hugmyndin var einföld – Að gefa út músík sem okkur finnst skemmtileg.
Hjá Öldu má finna flestar af helstu perlum íslenskrar dægurlagasögu síðustu 100 árin einnig nokkra af framsæknustu og vinsælustu tónlistarmönnum okkar tíma.
Við hjá Öldu erum óþreytandi þegar kemur að því að boða fagnaðarerindið um íslenska tónlist.
Síðan er alltaf heitt á könnunni hjá okkur á skrifstofunni og þar er (tón)listarfólk af öllum stærðum og gerðum ávallt velkomið.