Um Alda Music

Alda Music er er íslensk tónlistarútgáfa stofnuð af tónlistarmönnum, rekin af tónlistarmönnum og í eigu tónlistarmanna.

Við leggjum mikið uppúr því að styðja við það besta sem finna má í nýrri íslenskri tónlist á hverjum tíma.

Alda Music var stofnuð haustið 2016 af Sölva Blöndal og Ólafi Arnalds. Hugmyndin var einföld – Að gæða íslenska tónlistarútgáfu lífi á ný.

Alda byggir á gömlum grunni en við erum stolt af því að vera stærsti umsýsluaðili  tónlistartengdra útgáfuréttinda á Íslandi.

Hjá Öldu má finna flestar af helstu perlum íslenskrar dægurlagasögu síðustu 100 árin einnig nokkra af framsæknustu og vinsælustu tónlistarmönnum okkar tíma.

Auk þess að gæta hagsmuna eldri listamanna hefur það verið okkar markmið frá byrjun að betrumbæta umhverfið fyrir nýja íslenska tónlistarútgáfu og búa tónlistarfólkinu okkar gott heimili þaðan sem það getur látið rödd sína heyrast.

Við hjá Öldu erum óþreytandi þegar kemur að því að boða fagnaðarerindið um íslenska tónlist.

Þess vegna erum við hér.